STIGAHÆÐSTI STANDARD SCHNAUZER 2023
Southpaw Legend Saltus Ze Zahrabske "Leo"
STIGAHÆÐSTA STANDARD SCHNAUZER TÍK 2023
Höfðingja Rjúpa "Katla"
Standard schnauzer er virkilega skemmtileg tegund til að eiga og sjá. Hann er líflegur karakter, virkur, kraftmikill, sterkur og lipur. Þessir eiginleikar hans, gáfur og glaðlyndi gera það að verkum að bæði er gaman að búa með honum og þjálfa hann.
Standard Schnauzer var upphaflega ræktaður til að gæta og vinna á fjölskyldubæjum í Þýskalandi.
Fjölhæfni þeirra, stærð, varðeðli og ást á fjölskyldunni gera þá einnig að frábærum félaga.
Þó að þeir geti verið nokkuð þrjóskir, hafa hundar af þessari tegund einnig mikla greind og orku.
Ef þú ert að leita að nýjum besta vin sem gleymir engu, er þrjóskari en þú og er til að fara með þér í ævintýri þá er þetta tegundin fyrir þig!
Eyjaskeggs ræktun
Markmið okkar fyrir tegundinni:
-
Stækka yfirsýn á standard schnauzer á Íslandi
-
Rækta skapgóða hunda undan skapgóðum hundum
-
Góður og strýr feldur
Hvað okkar ræktun stendur fyrir:
-
Jákvætt uppeldi
-
Hafa gaman af þrjóskleika tegundinnar
-
Gott samband milli ræktanda og eiganda
-
Allir hafa velferð hundsins í fyrsta sæti
Afhverju standard schnauzer?
Stærðin
Þau eru meðalstór tegund, sem gerir þau aðlögunarhæfa á öllum heimilum.
Þessir hundar eru mjög klárir og fljótir að læra, með mikinn sjálfsöruggan persónuleika.
Klárir
Fjörugir
Þau hafa ástríkt og líflegt skap sem gerir þau að frábærum fjölskyldumeðlim.
Þjálfunarhæfni
Líkamleg virkni gerir þeim kleift að skara fram úr í hlýðnisþjálfun og hunda íþróttum.
Það eru margrir sem telja að þetta sé hundur fyrir alla en þetta er talinn hundurinn með „mennska vitið.“
Virkilega klár og þarfnast mikillar heilafimi svo honum fari ekki að leiðast. Þess vegna er mælt með að skoða tegundina vel áður en ákvörðun er tekin.
Framúrskarandi varðhundar
Standard Schnauzers eru þekktir fyrir verndandi eðlishvöt og er áreiðanlegir varðhundar.
Hann passar uppá fjölskylduna sína enda mjög húsbóndahollur og telur engan mega koma nálægt þeim nema með leyfi frá honum. Heimilið og bíllinn hjá fjölskyldunni er í eigu schnauzerins á heimilinu og óvæntar heimsóknir lætur hann gelta þunga geltinu sínu sem gefur til kynna að mun stærri hundur væri á bakvið dyrnar.
Feldurinn
Feldurinn er strýr að ofan og með mjúkan undirfeld.
Hann hryndir frá sér drullu og er „vatnsheldur.“
Einnig er lítil hundalykt sem kemur frá schnauzer feldinum.
Strýi feldurinn þeirra kemur í pipar & salt og svörtum. Hann krefst reglulegrar snyrtingar til að viðhalda einstöku útliti sínu.
Ef þig langar í hund sem...
Er þægilega stór og traustur, en jafnframt glæsilegur, tignarlegur og léttur á fæti.
Er með þykkan og strýan feld sem fer ekki mikið úr hárum.
Hefur gaman af leik og hentar vel i alla útivist.
Gerir góðan varðhund – stendur þétt á jörðinni með áræðni og sjálfstrausti.
Er mjög greindur - getur lært nánast hvað sem er.
Þá er Standard Schnauzer sennilega rétta tegundin fyrir þig!
Ávallt til í klapp og kúr.
Ef þú vilt ekki takast á við...
Hreyfingu og mikla heilafimi.
Hund sem finnur sér sínar eigin leiðir til þess að fá útrás ef honum leiðist.
Tortryggni í sumum tilfellum, eða þegar ekki er næg félagsleg þjálfun.
Hund með mikinn viljastyrk, sem krefst öruggs eiganda sem getur tekið við stjórninni.
Þá er Standard Schnauzer sennilega ekki rétta tegundin fyrir þig.