
Standard schnauzer er virkilega skemmtileg tegund til að eiga og sjá.
Hann er líflegur karakter, virkur, kraftmikill, sterkur og lipur. Þessir eiginleikar hans, gáfur og glaðlyndi gera það að verkum að bæði er gaman að búa með honum og að þjálfa hann.
Feldurinn er strýr að ofan og með mjúkan undirfeld.
Hann hryndir frá sér drullu og er „vatnsheldur.“
Einnig er lítil hundalykt sem kemur frá schnauzer feldinum.
Það eru margrir sem telja að þetta sé hundur fyrir alla en þetta er talinn hundur með „mennska vitið.“
Virkilega klár og þarfnast mikillar heilafimi svo honum fari ekki að leiðast. Þess vegna er mælt með að skoða tegundina vel áður en ákveðin er tekin.
Schnauzerinn er einnig varðhundur. Hann passar uppá fjölskylduna sína enda mjög húsbóndahollur og telur engan mega koma nálægt þeim nema með leyfi frá honum. Heimilið og bíllinn hjá fjölskyldunni er í eigu schnauzerins á heimilinu og óvæntar heimsóknir lætur hann gelta þunga geltinu sínu sem gefur til kynna að mun stærri hundur væri á bakvið dyrnar.