UM OKKUR

Þegar við kynnumst komumst við af því að við ættum sameiginlegt brennandi áhuga á hundum,
þá kom ekkert annað til greina en að fá sér almennilegan hund.
Upprunalega fengum við okkur risa schnauzer (Heljuheims Ronja Garún Garún) og urðum frá því ástafangin af schnauzer tegundunum.
Þegar við sáum að það væri ein tík hjá Höfðingja-ræktun ákvöðum við að skella okkur í standard og þá var ekkert aftur snúið. Við fengum hana Höfðingja Sölku Lóu og 6 mánuðum seinna kom hún Höfðingja Katla Rjúpa til okkar.
Risinn og standardinn svo sannarlega smellpassa og okkur finnst svo skemmtilegt að vinna með þessar tegundir saman.
2022 ákvöðum við svo flytja inn standard schnauzer rakka frá Saltus ze Zahrabske ræktun, í Króatíu (Leo Southpaw Legend Saltus ze Zahrabske) og stofna ræktunina okkar.
Apríl 2023 vorum við með got undan Sölku og Leo og þá bættist við einn í fjölskylduna okkar, Eyjaskeggs Kuldaboli Tengill.
HUNDARNIR OKKAR
"LEO"
Leo er innfluttur rakki frá Króatíu. Hann er fæddur 11. mars 2017 í Bandaríkjunum hjá Southpaw ræktun og fór svo til Moniku Skok, eiganda Saltus ze Zahrabske ræktunar.
Hundur ræktaður til sýninga og hefur tekið að sér marga titla víðsvegar um heiminn.
SOUTHPAW LEGEND
SALTUS ZE ZAHRABSKE

C.I.B.
BACH
SICH
RSCH
HUCH
CHCH
CROCH
HRGRCH BAGRCH HRJUCH
ISCH
WJW18
RW22
RW23
Leo er í stærri kantinum miðað við aðra
standard schnauzera á Íslandi.
Hann er með fallegan feld og vel byggður.
Hann heldur áfram að sýna sig með stolti hérna á Íslandi og á einungis norðurlandameistara titilinn eftir.
Leo er einstaklega blíður og góður hundur og var ekki lengi að vita sinn stað hjá tíkunum okkar. Þær segja honum til og hann hlustar.
Vel upp alin og gaman að fá að kenna gömlum hundi að sitja.
"SALKA"
Salka er fædd 3. desember 2020 hjá Völu sem er með Höfðingja ræktun. Salka var minnst í gotinu af 10 en sýnir samt vel beinið í nefninu sínu og vinnur vel fyrir hrósi og nammi.
Salka kom til okkar 9 vikna og varð til þess að við vildum byrja að rækta standard schnauzer.
Virkilega blíð, góð og róleg. Var fljót að læra allt sem henni var kennt og kom henni og risa tíkinni okkar Ronju vel saman.
HÖFÐINGJA LÓA

"KATLA"
Katla er fædd 3. desember 2020 hjá Völu sem er með Höfðingja ræktun. Hún er ein af 10 hvolpum í gotinu sínu.
Katla kom til okkar 6 mánaða. Kom frá öðru heimili og mikið hrædd. Það fór heljarinnar vinna í hana og í dag er hún dásamleg. Með árunum hefur Katla kennt okkur þolinmæði og að rútína fyrir hunda er mjög mikilvæg.
Henni gengur mjög vel á sýningum og er Íslenskur meistari.
Er með þykkan og strýan schnauzer feld sem gaman er að vinna í.
HÖFÐINGJA RJÚPA

ISCH
RW23
"TENGILL"
Tengill er fæddur 19. apríl 2023
Var stæðstur af 9 hvolpum, lang frekastur í mat og mesti prakkarinn.
EYJASKGGS KULDABOLI

Þegar hann kom í heiminn fékk hann appelsínugula ól sem hefur verið liturinn okkar og vorum lengi að pæla í hvort við ættum að halda honum.
Með hverjum degi hélt hann áfram að heilla okkur og þegar öll systkynin hans voru komin á heimili þá var ákveðið að hann væri nú þegar kominn á sitt framtíðar heimili.
Skemmtilegur og rólegur hvolpur sem elskar að stríða mömmu sinni, pabba, Kötlu frænku og Ronju.
"RONJA"
Ronja er fædd 10. maí 2020 hjá Röggu sem er með Heljuheims ræktun og er í meðeign með henni 🖤
HELJUHEIMS GARÚN GARÚN

ISSHCH
RW22
Ronja kom til okkar 8 vikna. Það var farið með hana á hlýðnisnámskeið þegar hún var hvolpur og endaði með hæðstu einkunn.
Virkilega gaman að vinna með henni.
Stendur sig vel á sýningum, er Íslenskur meistari og stutt í Norðurlandameistara titilinn hennar.